Frábær hjólaferð að baki

Veðrið var fínt í upphafi sunnudagsins 9. október þegar nemendur 10. bekkjar héldu af stað ásamt umsjónarkennurum og foreldrum í hjólaferðina miklu í Torfunes.

Veðrið var fínt í upphafi sunnudagsins 9. október þegar nemendur 10. bekkjar héldu af stað ásamt umsjónarkennurum og foreldrum í hjólaferðina miklu í Torfunes. Ferðin gekk gríðarlega vel og nemendur voru duglegir að hjóla, allir hjóluðu eins mikið og þeir mögulega gátu. Fljótt skiptist hópurinn þó í minni hópa, sumir voru fljótari en aðrir eins og gengur. Bílar  voru til taks fyrir þá sem vildu taka einn og einn legg í pásu. Eftir að hafa átt kyrrláta og góða stund við leiði Brynhildar var haldið í Torfunes og þar tók á móti okkur þessi líka stórveisla. Einn nemandi hafði á því orð að þetta líktist mest fermingarveislu. Bakkelsi og gos rann ljúflega niður í maga þreyttra hjólagarpa. Svo var bakaleiðin eftir. Nemendur voru ekkert sérlega spenntir fyrir henni því þetta er sko alls ekki, ekkert mál. Sérstaklega ekki þegar farið var að snjóa!!! Ákveðið var að fimm nemendur hjóluðu í einu á heimleiðinni og þeir myndu skiptast ört á að hjóla. Þetta gekk ljómandi vel og allir hjóluðu hluta leiðarinnar til baka. Þó voru tveir nemendur þeir Ásgeir og Sigurjón ásamt Sigurgeir pabba Ásgeirs sem hjóluðu alla leiðina í Torfunes og til baka líka.

Nemendur stóðu sig einstaklega vel í þessari ferð, allir voru jákvæðir þrátt fyrir að þetta hafi stundum verið erfitt með vindinn og snjókomuna í fangið. Fjölmargir foreldrar voru með og stóðu þétt við bakið á hjólagörpum, þeim ber að þakka frábært starf og skipulagningu á meðan á ferðinni stóð. Án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt.

Baldvini Kristni og fjölskyldu þökkum við sömuleiðis stórkostlegar móttökur.

Halla Rún

 

 


Athugasemdir