Framboð og skuggakosningar

Undanfarið hafa nemendur tíunda bekkjar verið að læra og fjalla um stjórnmál. Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemandi geti við lok tíunda bekkjar útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélagið og tengsl þess við stjórnmál, atvinnulíf og hugmyndastefnur. Sömuleiðis að greina hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga.

Liður þeirri vinnu var að undirbúa skuggakosningar. Nemendum var skipt í hópa hvar þeim var falið að kynna sér stefnur og strauma stjórnmálaflokka. Foreldrum og starfsfólki var boðið á kynningu en eitt markmið var að undirbúa framboðskynningu og sannfæra svo foreldra og starfsfólks um að kjósa sinn flokk. Búið var að setja upp púlt, kynningarefni og kjörklefa auk þess að hanna kjörseðla líkt og í hefðbundnum kosningum. Sigurvegari kosninganna að þessu sinni var Viðreisn en verkefnið heppnaðist reglulega vel og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af.