Fréttir frá Laugum

Óskar Páll sendir fréttir úr Laugarferð 9.bekkjar.

Við lögðum af stað mánudaginn 6. febrúar að Laugum í Sælingsdal. Ferðin tók um 7 og ½ tíma því á leiðinni þurftum við að taka upp í rútuna krakka frá Hafralæk,  Litlulaugaskóla og Hofsósi auk þess að keyra í fljúgandi hálku en allt gekk vel og við vorum komin að Laugum um hálf tvö.

Við erum búin að gera margt skemmtilegt hér t.d. að labba á Tungustapa og umhverfis skólann og fara í skemmtilega þrautabraut úti þó veðrið sé ekki alltaf gott. Við erum búin að vera í leikjum og spila félagsvist. Einnig læra um rúnir og galdra ásamt því að kynnast fullt af nýjum vinum og kennurum.

Þegar við komum á svæðið var okkur skipt í þrjú lið og er mikil keppni í gangi þar sem keppt er í  leikjum og ýmsum þrautum sem við tökum þátt í og svo eru líka gefin stig fyrir alls konar uppákomur og hugmyndarík atriði sem við finnum upp á.

Bestu kveðjur heim, okkur líður öllum vel,

f.h. 9. bekkjar,
Óskar Páll


Athugasemdir