Fyrsti dagurinn í fyrsta bekk

Hér hitta nemendur og foreldrar Magga á skólabókasafninu
Hér hitta nemendur og foreldrar Magga á skólabókasafninu

Að lokinni skólasetningu fóru nemendur í sínar stofur. Nemendur fyrsta bekkjar hittu kennarana sína ásamt foreldrum. Hópurinn fékk smá kynningu á skólanum og starfinu auk þess gerði hver nemandi verkefni um sig sjálfan. Að því loknu var ávaxtastund, lestur og frímínútur. Foreldrar nutu smá veitinga á kaffistofu og þéttu tengslanetið á kaffistofunni.

Að loknum frímínútum fóru foreldrar og nemendur í ratleik um skólann með spjaldtölvu. Verkefnið fólst í að ganga um skólann í leit að QR-kóðum sem innihéldu verkefni sem þurfti að leysa. Verkefnin voru m.a. að heilsa Magga á skólabókasafninu, hitta Ástu tónmenntakennara; kynna sig fyrir henni og segja henni hvert uppáhaldslagið sitt væri og fá lestrarmöppu hjá Pálma, skólaritara. Að loknum ratleik fóru foreldrar heim og nemendur luku deginum með hringekju með fjölbreyttum verkefnum. Dagurinn var hinn besti og tókst reglulega vel.


Athugasemdir