Góð gjöf.

 Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis færði skólanum nýlega   kr...
 Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis færði skólanum nýlega  
kr.120.000. Gjöf sem á að nota í þágu fatlaðra barna í skólanum.
Fyrir tveimur árum bauðst klúbbnum að taka þátt í verkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem hefur þann tilgang að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna.
Verkefnið felst í sölu “Kærleikskúlunnar” fyrir jólin.
Allur ágóði af sölunni hér rennur óskiptur til fatlaðra barna og ungmenna í Þingeyjarsýslu.
Soroptimistar eru alheimssamtök kvenna í stjórnunar- og starfsgreinastéttum sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna.
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis var stofnaður 4. júní árið 1983.
Félagar eru 27 núna. Klúbburinn hefur styrkt einstaklinga, stofnanir og félagasamtök.
Hafi gefendur kæra þökk fyrir.
                                                                            J.Á.H.

Athugasemdir