Háskólalestin á Húsavík

Í tilefni aldarafmælis HÍ verður starfsemi HUF með hátíðarsniði í ár og slæst Háskóli Íslands í för með svokallaðri Háskólalest sem ferðast um Ísland...
Í tilefni aldarafmælis HÍ verður starfsemi HUF með hátíðarsniði í ár og slæst Háskóli Íslands í för með svokallaðri Háskólalest sem ferðast um Ísland. Háskólalestin nemur staðar á níu stöðum á landinu í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ, Vísindavefinn, grunnskóla og sveitarfélög.
 
Á tímabilinu 29. apríl til 28. ágúst 2011 verða því valin námskeið HUF, sem eru ætluð börnum frá 12 – 16 ára, haldin víðs vegar um landið. Auk námskeiða fyrir unga fólkið verður fjölþætt dagskrá fyrir alla aldurshópa á hverjum stað.
 
Föstudaginn 27. maí er Háskólalestin á Húsavík, Borgarhólsskóla. Kennarar frá Háskóla Íslands sjá um alla kennslu og skipulagningu þann dag fyrir 6.-9. bekk. Kennslu verður þannig háttað að kennt verður í þremur lotum. Hver nemandi nær því þremur námskeiðum.
Þau námskeið sem í boði verða eru; stjörnufræði, sjúkraþjálfun, fornaldarsaga/latína, japanska, jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og sýnitilraunir.
 
Skipulag dagsins:
8.15-10.00              1. lota
10.15-11.45            2. lota
11.45-12.30            matur
12.30-14.00            3. lota
Vegna þessara tímasetningar biðjum við nemendur að koma með tvöfalt nesti.
Laugardaginn 28. maí kl 11 til 15 verður umfangsmikil dagskrá fyrir alla aldurshópa - viðburðir og vísindi, fjör og fræði á vegum Háskólalestarinnar á Húsavík.
Nánari upplýsingar um Háskólalestina má sjá á:

Athugasemdir