Heimsálfur í þemaviku

Síðastliðna viku var allur heimurinn undir.
Síðastliðna viku var allur heimurinn undir.

Heimsálfurnar eru eins og stór púsl sem mynda Jörðina. Hver heimsálfa er eins og lítið ríki í samfélagi þjóða þar sem ægir saman fjölbreyttri menningu, náttúru og sögu. Þrátt fyrir það hefur hver heimsálfa sína sérstöðu, tákn og ímynd.

Þemaviku er nú lokið í skólanum. Öll Jörðin undir og möguleiki að kanna nýjar slóðir, reifa allskonar hugmyndir og fá útrás fyrir sköpun, víkka sjóndeildarhringinn og efla enn frekar skapandi hugsun. Skólastarfið vék frá hefðbundnu sniði og ferlum. Markmið þemadaga er að hvetja til nýsköpunar, auka fjölbreytileika, efla skólasamfélagið og auka sjálfstraust og þátttöku. Sömuleiðis að fræðast um veröldina sem við lifum í.

Teymi unnu með heimsálfurnar og allt opið til að skapa og rannsaka. Kínamúrinn í Asíu, Amazon frumskógurinn í Ameríku, eyðimerkur Afríku, söngvakeppnin í Evrópu, kórallar í Eyjaálfu og ísinn á Suðurskautslandinu – allt þetta og svo margt og miklu fleira lifnaði við í dag þegar gestum bauðst að flakka um heiminn og skoða afrakstur vikunnar. Mjög margt fólk lagði leið sína í skólann og þökkum við kærlega fyrir komuna í dag.