Heimsókn

Föstudaginn 31...
Föstudaginn 31.október heimsótti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson Borgarhólsskóla. Hann hitti nemendur 1.-7. bekkjar og las fyrir þá úr bók sinni Ertu Guð, afi ? En fyrir hana hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu ári.  Var lestrinum afar vel tekið og greinilegt að fjölmargir höfðu þegar lesið bókina.  Stuttu síðar las hann svo nemendur 7. – 10. bekkjar og las fyrir þá úr nýjustu bók sinni, sem heitir Þokan, en hún kemur nú fyrir jólin og er framhald af Núll, núll níu.  Nemendur voru mjög spenntir yfir lestrinum og hlustuðu af athygli.  Greinilegt að hér er um spennandi bækur að ræða.
Þökkum við Þorgrími fyrir komuna.

Athugasemdir