Iðjuþjálfar heimsækja grunnskólabörn og vigta skólatöskur

Iðjuþjálfafélag Íslands stendur aftur í ár fyrir Skólatöskudögum víðs vegar um landið dagana 30. september til 04. október sem bera yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin”. Skólatöskudagar eru haldnir af iðjuþjálfum um allan heim í september að bandarískri fyrirmynd. Hér hjá okkur í Borgarhólsskóla munum við fara í 4., 7.og 10. bekk.

Iðjuþjálfafélag Íslands stendur  aftur í ár fyrir Skólatöskudögum víðs vegar um landið dagana 30. september til 04. október sem bera yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin”. Skólatöskudagar eru haldnir af iðjuþjálfum um allan heim í september að bandarískri fyrirmynd. Hér hjá okkur í Borgarhólsskóla munum við fara í  4., 7.og 10. bekk.

Á Skólatöskudögum fræða iðjuþjálfar nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd miðað við þeirra eigin líkamsburði. Börnin fá einnig í hendurnar leiðbeiningar um hvernig taskan á að vera stillt, hvernig best sé að raða í hana og hvaða þætti er mikilvægt að horfa á þegar ný taska er keypt. Iðjuþjálfarnir munu auk þess veita almenna fræðslu um rétta líkamsbeitingu en stoðkerfisvandi barna og ungmenna er vaxandi vandamál og forvarnir geta bætt líðan þeirra.

 

Iðjuþjálfar hafa sama markmið að leiðarljósi og kennarar: Að gera allt sem við getum til að nemendum líði vel í skólanum. Iðjuþjálfar aðstoða börn með víðtæka færnivanda svo sem varðandi skrift, þroska og hegðun. Iðjuþjálfar vinna að því að styrkja eintaklinga í daglegum athöfnum svo þátttaka þeirra sé með besta móti. Einnig huga iðjuþjálfar að vinnuvistfræði, s.s. setstöðu og líkambeitingu.


Athugasemdir