Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Rimaskóla þann 7...
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Rimaskóla þann 7. mars s.l. Borgarhólsskóli sendi sveit til keppni sem var skipuð þeim Hlyn Snæ Viðarssyni, Snorra Hallgrímssyni, Val Heiðari Einarssyni og Ágústi Má Gunnlaugssyni. Náðist ágætisárangur, tíunda sæti og 16 og hálfur vinningur af 28 mögulegum. Var sveitin aðeins tveimur vinningum frá því að komast í úrslitakeppnina. Alls tóku 40 skáksveitir þátt í mótinu.

Athugasemdir