Íþróttadagur

Í dag var íþrótta- og útivistardagur í Borgarhólsskóla. Nemendur völdu sér svæði s.s. íþróttahöll, sparkvelli, skíði í fjalli eða gönguskíði á gönguskíðabraut við skólann eða sund.

Í dag var íþrótta- og útivistardagur í Borgarhólsskóla. Nemendur völdu sér svæði s.s. íþróttahöll, sparkvelli, skíði í fjalli eða gönguskíði á gönguskíðabraut við skólann eða sund. Allir byrjuðu á göngutúr um bæinn til að hita upp fyrir stöðvavinnuna en svo týndist fólkið á sín svæði. Dagurinn var hinn skemmtilegasti og í höllinni var glaumur og gleði en þar var fjöldi nemenda á öllum aldri í gryfjubolta. Nokkrir tóku sín fyrstu spor á gönguskíði og svifu um brautina eins og ballerínur. Aðrir fóru sína fyrstu ferð niður fjallið og gekk vel. Það merkilegasta var að veðrið var skaplegt og nægur snjór til að renna sér en hingað til hafa veðurguðirnir ekki mátt heyra talað um útivistardag í Borgarhólsskóla öðru vísi en að bresta á með asahláku og leiðindum.

Myndir má sjá hér.


Athugasemdir