Jól í skókassa

Þriðjudaginn 30...
Þriðjudaginn 30. október komu nemendur, foreldrar og kennarar 8. bekkjar saman til að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að tilteknir hlutir séu í hverjum kassa. Ákveðið var að taka þátt í þessu verkefni í stað þess að vera með jólapúkk. Krakkarnir gæfu þá frekar einhverjum sem þarf á þessu að halda. Vorum við öll sammála um að við ættum nóg og miklu skemmtilegra væri að gleðja aðra sem ættu um sárt að binda.
Við nýttum tækifærið og spiluðum jólalög og þrátt fyrir að sumum þætti erfiðara að pakka inn en öðrum, höfðum við öll gaman af þessu og erum nú orðin sérhæfð í innpökkun á skókössum. Í ár söfnuðust 4821 skókassi og þeir sem vilja taka þátt í þessu að ári er bent á heimasíðu verkefnisins www.skokassar.net
Inn á síðuna eru nú komnar nokkrar myndir frá innpökkunarkvöldinu og þökkum kærlega þeim sem tóku þátt.
Ada og Sigrún

Athugasemdir