Lestrarátak öðru sinni

Í næstu viku, þrettánda til sautjánda janúar ætlum við í lestrarátak öðru sinni á þessu skólaári. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að lesa bæði heima og í vinnunni til að safna mínútum. Að lestri loknum eru mínútur skráðar.

Hvert teymi skólans útfærir fyrirkomulag átaksins og skráningu með markmið í huga um mínútufjölda, uppbrot og ávinning í lok vikunnar. Framundan eru lesfimipróf og gott að kynda undir með átaki sem þessu. En á hverju skólaári fara nemendur í þrjú lesfimipróf. Við viljum hvetja foreldra til að vera lestrarfyrirmyndir og hvetja nemendur til lesturs.