Mötuneyti-laus störf

Matráður og starfsmaður óskast til starfa í mötuneyti Borgarhólsskóla sem þjónar nemendum og starfsmönnum skólans.

 

Matráður og starfsmaður óskast til starfa í mötuneyti Borgarhólsskóla sem þjónar nemendum og starfsmönnum skólans. Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru.
Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is 

Matráður, hlutastarf 

Starfssvið

  • sér um og ber ábyrgð á matseld sé í samræmi við manneldisstefnu og það skipulag sem gildir í skólanum
  • skal hafa hollustu og hreinlæti að leiðarljósi í starfi sínu
  • stýrir starfi starfsmanna mötuneytis og bera ábyrgð á mannvirkjum, áhöldum, tækjum og tæknibúnaði er tilheyrir mötuneytinu
  • heldur utan um þjónustu mötuneytisins
  • skal hafa frumkvæði að eflingu og fyrirkomulagi starfseminnar og koma tillögum þar að lútandi til yfirmanns. 

Helstu verkefni

Matreiðsla, gerð matseðla, afgreiðsla, verkstjórn, innkaup, vörumóttaka o.fl.

Matráður IV

Hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum. Ber ábyrgð á fjármunum með öðrum og hefur mannaforráð sem þýðir að starfsmaður hefur skilgreindan undirmann sem hann hefur umsjón með en auk þess getur viðkomandi fengið tímabundna aðstoð frá öðru starfsfólki innan stofnunar“. (samband.is)

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • reynsla af rekstri mötuneyta eða skólaeldhúsa æskileg
  • þekking á reglugerðum um starfsemi mötuneyta og skólaeldhúsa
  • frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð yfirsýn
  • þekking á reglum um öryggi á vinnustöðum
  • hafi jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi
  • áhugi á vinnu og samveru með börnum
  • skipulagður, stundvís, reglusamur, heilsuhraustur og snyrtilegur í umgengni
  • færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 21.október 2013. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 4646142. Umsóknir ásamt ferilsskrá berist á netfangið threyk@borgarholsskoli.is í síðasta lagi 26. september n.k. 

Starfsmaður í mötuneyti, hlutastarf

Starfsmaður í mötuneyti vinnur undir verkstjórn matráðs. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • þekking á reglugerðum um starfsemi mötuneyta og skólaeldhúsa
  • færni í almennum samskiptum
  • hafi jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi
  • áhugi á vinnu og samveru með börnum
  • skipulagður, stundvís, heilsuhraustur og snyrtilegur í umgengni
  • færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.nóvember 2013. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 4646142. Umsóknir berist á netfangið threyk@borgarholsskoli.is í síðasta lagi 26. september n.k. ásamt ferilsskrá.

 


Athugasemdir