Námsferð og jákvæður agi

Stærstur hluti starfsfólks Borgarhólsskóla lagði leið sína til New Jersey þann 27.október sl. Ástæða ferðarinnar var námskeið í uppeldisstefnu sem ber heitið Positive Discipline eða Jákvæður agi en það er sú stefna sem við ætlum að innleiða í allt starf skólans.

Stærstur hluti starfsfólks Borgarhólsskóla lagði leið sína til New Jersey þann 27.október sl. Ástæða ferðarinnar var námskeið í uppeldisstefnu sem ber heitið Positive Discipline eða Jákvæður agi en það er sú stefna sem við ætlum að innleiða í allt starf skólans. Þrátt fyrir einhverja umræðu um fellibyl áður en lagt var af stað hafði hún ekki áhrif á tilhlökkun okkar til ferðarinnar enda hafði skipulagning
staðið yfir allt síðasta skólaár og við vorum búin að stefna að þessari ferð frá haustinu 2010. Við vorum mjög heppin með staðsetningu og fengum aðeins lítil kynni af henni Sandy, en hún mun hins vegar aldrei gleymast. Auðvitað urðum við vör við eyðileggingu og einhvers konar
lömun í samfélaginu en við gátum með hjálp þess frábæra fólks sem tók á móti okkur haldið okkar striki nokkuð vel. Eðlilega duttu allar skólaheimsóknir upp fyrir en þess í stað fengum við lengra námskeið. Þeir sem heima voru fengu eins dags námskeið í Jákvæðum aga svo öll erum við á
sömu blaðsíðunni í þessum efnum. Óhætt er að segja að starfsfólk allt sé ánægt og hlakki til að fara að vinna að innleiðingu Jákvæðs aga í
skólanum. Haldinn verður kynningarfundur fyrir foreldra og aðra sem vilja hlusta á, um jákvæðan aga og hugmyndafræðina sem liggur að baki hennar á þessu skólaári. Áður höfum við sent út fréttabréf með upplýsingum um efnið. Þá munu einnig koma inn upplýsingar hér á heimasíðuna um Jákvæðan aga.


Athugasemdir