Námsmarkmið & hæfnikort

Mentor er mikill maður
Mentor er mikill maður
Skólinn hefur farið í gegnum talsverðar breytingar á námsmati síðustu árin. Sömuleiðis hefur Mentor verið að gera miklar breytingar á sínu kerfi er varðar námsmat og sýnileika. Markmið er hagur nemenda.

Skólinn hefur farið í gegnum talsverðar breytingar á námsmati síðustu árin. Sömuleiðis hefur Mentor verið að gera miklar breytingar á sínu kerfi er varðar námsmat og sýnileika. Markmið er hagur nemenda.

Þessar breytingar taka allar mið af aðalnámskrá grunnskóla. Hún kom út árið 2013. Nýja kerfið auðveldar kennurum að halda utan um og meta einstaka hæfniviðmið/námsmarkmið. Einnig gerir það foreldrum og nemendum betur kleift að fylgjast með hvernig nemandinn stendur í náminu.

Á yfirstandandi skólaári er skólinn að taka í gagnið svokölluð hæfnikort sem innihalda markmið í hverri grein. Þegar nemendur fara í námsmat merkir kennarinn í hæfnikortið inn á Mentor, hvernig nemandinn stendur gagnvart markmiðum í viðkomandi grein. Þannig birtist skýr mynd af stöðu nemandans.

Kennarar eru að prófa sig áfram í notkun kortanna og hafa nemendur fengið mat í einstaka námsgreinum. Notkun kortanna tekur mið af kennslusfyrirkomulagi og aðferðarfræði. Allir nemendur og foreldrar ættu að búast við að sjá mat frá kennurum þegar líður á skólaárið. Það mun taka tíma að venjast kerfinu og átta sig á því.

Skólinn vonar að kerfið stuðli að metnaði hvers og eins enda aðlagað hverjum og einum. Þannig geta foreldrar fylgst betur með námi barna sinna og lagt fram spurning.

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að sjá mat á Mentor.

Hér er forsíðan sem birtist þegar þið skráið ykkur inn á Mentor.

Grái “Námsmat” flipinn inniheldur hæfnikortin. Ef það stendur “Nýtt námsmat” hefur kennari sett inn námsmat síðan það var síðast skoðað. Ef það er ekkert nýtt mun standa “Ekkert nýtt námsmat”.

Þegar “Námsmat” er opnað birtist eitthvað líkt þessu hér að ofan. Vinstra megin birtast námsgreinar sem er búið að meta. Þegar maður smellir á námskrá birtast þau markmið sem búið er að meta á miðjum skjánum. Þar er hægt að sjá hvenær matið var gert í Mentor og einnig er getur verið merki um að kennari hafi sett inn umsögn með matinu. Maður smellir á matið sjálft til að lesa umsögnina.


Athugasemdir