Námsmat og annaskil

Við viljum minna foreldra á frammistöðumatið inn á Mentor. Það er mikilvægur þáttur matsins að allir taki þátt. Þá getur þátttaka í námsmatinu verið tækifæri fyrir foreldra og nemendur að ræða námið, frammistöðu, metnað og fleira.

Hér eru frekari leiðbeiningar um framkvæmd matsins.

Þá er komið frammistöðumatinu í annað sinn á þessu skólaári. En það er mjög mikilvægt að allir sinni matinu, þannig fáum við mestar og bestar upplýsingar um stöðu hvers og eins.

Aðkoma ykkar, foreldra og nemenda, að námsmatinu þessa önn er með sama hætti og verið hefur. Það sem þið þurfið í sameiningu, barn og foreldri, að gera er að meta námið formlega inn á Mentorvefnum. Þar birtast ykkur allar námsgreinar og möguleikinn á umsögnum við hvert fag. Kennarar fylla út nákvæmlega samsvarandi blað. Þetta mat er svo grunnurinn að samtali kennara, nemanda og foreldra.

Vinsamlegast athugið lykilorðin ykkar tímanlega (frammistöðumatið er framkvæmt á notendanafni og lykilorði nemanda). Ef þið lendið í vandræðum þá hringið eða komið upp í skóla og skólastjóri og/eða ritari getur leiðbeint ykkur.

Mögulegt er að framkvæma matið frá 10. til 16. mars nk.

Leiðbeiningar um framkvæmd frammistöðumatsins.

1. Þú ferð inn á Mentor.is (hægt er að komast í tölvu í skólanum sé þess óskað).

2. Þú ferð inn á kennitölu og lykilorði nemendans. (Ef þú veist ekki hvert lykilorðið er, þá má sjá það inn á mentor á aðgangi foreldra/forráðamanna, neðarlega hægra megin, undir reit sem í á að vera mynd af nemandanum, eða hringja í skólann).

3. Smellir á frammistöðumat, vinstra megin á síðunni.

4. Smellir á tengil sem birtist með bekkjarheiti nemandans. Tengillinn er blað með blýanti yfir og heitir uppfæra. Þá ertu komin inn þar sem matið fer fram.

5. Matsmerki breytir þú eftir því hversu oft er smellt á músina.

6. Mat framkvæmt af nemanda og foreldri í sameiningu.

7. lokum ýtir þú á skrá sem er neðst á síðunni og svo loka. Þá er matinu formlega lokið.

Gangi ykkur vel,

Starfsfólk Borgarhólsskóla


Athugasemdir