Nemendur 9. bekkjar taka þátt í stærðfræðikeppni

Nú í vor stendur Framhaldsskólinn á Húsavík fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanema í Þingeyjarsýslu...
Nú í vor stendur Framhaldsskólinn á Húsavík fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanema í Þingeyjarsýslu. Keppnin er haldin til að efla áhuga nemenda á stærðfræði.
Öllum 9. bekkingum í sýslunni er boðið að taka þátt í undankeppni og þeir 10 sem skora hæst keppa til úrslita.
Níu nemendur í Borgarhólsskóla tóku þátt í undankeppninni 26. mars sl. og stóðu sig allir mjög vel. Fimm af þeim voru meðal 10 efstu keppenda og koma því til með að taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram í Framhaldsskólanum á Húsavík laugardaginn 21. apríl nk. kl. 10:30.
 Þeir nemendur sem keppa fyrir hönd Borgarhólsskóla í úrslitakeppninni eru Ragnar Pálsson, Elva Héðinsdóttir, Íris Grímsdóttir, Aldís Óskarsdóttir og Anna Björg Pálsdóttir og óskum við þeim góðs gengis í keppninni.
Lilja Friðriksdóttir

Athugasemdir