Öðruvísi dagar - Yngsta stig

Í síðustu viku voru Þemadagar í Borgarhólsskóla.

Í síðustu viku voru Þemadagar í Borgarhólsskóla. Við unnum með næringu, bæði  andlega og  líkamlega. Á yngsta stigi var 1. og 2. bekk skipt í sex  hópa þar sem fjallað var um hreyfingu og stærðfræði, hollustu, hreinlæti, hugrekki, hamingju og hvíld og verkefni unnin út frá því. Einnig var 3. og 4. bekk  blandað saman og í þeirra vinnu var lögð áhersla á holla næringu, hreyfingu og mikilvægi vatnsdrykkju. Nemendur fóru í íþróttir og göngutúr upp að vatnsbóli. Þeir lærðu um sykurmagn í nokkrum algengum matvælum og bjuggu til mósaíkplatta með ávaxtamyndum og kökur og sælgæti úr þæfðri ull. Þetta var mjög skemmtileg vinna sem höfðaði vel til barnanna.


Athugasemdir