Piparkökuhúsa keppni 2007 í Borgarhólsskóla

Að undanförnu hafa 8,9 og 10 bekkur í heimilisfræði verið að baka og skreyta piparkökuhús af miklum myndarskap þar sem 2 nemendur vinna saman...
Að undanförnu hafa 8,9 og 10 bekkur í heimilisfræði verið að baka og skreyta piparkökuhús af miklum myndarskap þar sem 2 nemendur vinna saman. Hver bekkur fyrir sig kemur til með að keppa um hylli dómara sem koma úr starfsliði skólans ásamt blaðamanni Skarps.   Þessi vinna hefur verið mjög skemmtileg og gaman að sjá hvað gerist þegar sköpunargleðin ræður ríkjum. Húsin verða til sýnis á verkstæðisdaginn 6.des og þá mun 4 manna dómnefnd kveða úr um hvaða hús í hverjum bekk er sigurvegari. Vegleg verðlaun eru í boði og úrslit kynnt kl. 10.30.

Athugasemdir