Plöntur til manneldis

Nemendur sjötta bekkjar voru að fræðast um lífsferil plantna, sveppi og fléttur og náttúru Íslands. Unnin voru verkefni því tengdu, orðaforðinn efldur og nýttu náttúruna til að skapa hverskonar listaverk úr því sem má finna úti í náttúrunni, laufblöð, greinar eða hverskonar gróður. Samhliða þessu fylgjast nemendur með plöntu vaxa frá fræi til fullvaxta plöntu.

Nemendur settu niður plöntur í sáðbakka og ætla fylgjast með henni vaxa næstu vikur, hlúa að þeim og bíða spennt eftir afrakstrinum. Aðalnámskrá gerir ráð fyrir að nemendur framkvæmi hverskonar athugunar og útskýri, bæði inni og úti. Jafnframt að nota mismunandi efni á skipulagðan hátt í eign sköpun sem og að læra að rækta plöntur til manneldis. Nemendum fannst verkefnið reglulega spennandi og hver veit hvaða plöntur fylli síðan kennslustofurnar?