Ratleikur 5.bekkjar

Miðvikudaginn 30. maí fóru nemendur 5. bekkjar í ratleik um bæinn.

Miðvikudaginn 30. maí fóru nemendur 5. bekkjar í ratleik um bæinn. Hópnum var skipt í 6 lið sem fengu hvert sinn lit. Allir komu skrautlega klæddir og liðin stóðu sig frábærlega í búningavali. Farið var á milli vinnustaða foreldra barna í bekknum. Á hverjum stað leystu nemendur þraut og fengu næstu vísbendingu afhenta. Vinnustaðirnir sem nemendur heimsóttu voru Miðjan, Leikskólinn Grænuvellir, Olís, Norðlenska, Þekkingarnet Þingeyinga, Tákn, Bæjarskrifstofan, Bókasafnið, Borgarhólsskóli, Heimabakarí, Lyfja og Hárgreiðslustofa Rósu og Jónu. Endað var á Sölku í pizzuveislu. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og voru ánægðir með daginn. Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir alla hjálpina. 

Kennarar og nemendur 5. bekkjar. 

Myndir úr leiknum má sjá hér


Athugasemdir