Reyklaus bekkur

Áttundi bekkur tók þátt í verkefni Lýðheilsustöðvar, Reyklaus bekkur á þessu skólaári...
Áttundi bekkur tók þátt í verkefni Lýðheilsustöðvar, Reyklaus bekkur á þessu skólaári. Hver og einn nemandi skrifaði undir sérstakt skjal að hann notaði ekki tóbak. Þetta höfum við kennarar þurft að staðfesta einu sinni í mánuði síðan í nóvember. Við ákváðum að taka þátt í lokaverkefni þessu tengt þar sem fyrstu verðlaun eru utanlandsferð fyrir bekkinn og önnur verðlaun i-pod nano. Lokaverkefnið okkar sem sent var í samkeppnina er bolur sem allir nemendur keyptu en einnig var notaður aur sem bekkurinn átti á bók síðan í fyrra. Nemendur voru allir áhugasamir og hugmyndaríkir og allir af vilja gerðir til að verkefnið yrði sem flottast. Hér með má sjá myndir af nemendum og umsjónarkennurum í bolunum.
Brynhildur og Halla Rún

Athugasemdir