Rödd þjóðarinnar

Sungið af fullum krafti
Sungið af fullum krafti
Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið,“ eins og hann hefur orðað sjálfur.

Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið,“ eins og hann hefur orðað sjálfur. Halldór Gunnar hefur að undanförnu verið að vinna lag fyrir Fjallabræður sem hefur hlotið nafnið Ísland. „Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálaða hugmynd að leggja af stað í það verkefni að ná að fanga „Rödd Þjóðarinnar“ inn á lokakafla lagsins.

Halldór og félagar mættu í dag í Borgarhólsskóla og sungu nemendur og starfsfólk af krafti í upptöku Halldórs. Skemmtilegt verkefni sem gaman er að fylgjast með. Heimasíða verkefnisins er  thjodlag.is


Athugasemdir