- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar. Frá og með deginum í dag er Borgarhólsskóli símalaus skóli. Nemendum í fyrsta til og með tíunda bekk verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma. Við viljum búa til þá menningu að hann sé ekki uppi við. Verkefnið mun taka tíma en það er mikilvægt að muna að síminn er besti vinur sumra nemenda og margir eru háðir notkun hans.
Sömuleiðis er vert að minna á að símanotkun eldri nemenda ruddi tæknibrautina og stuðst var við símanotkun í kennslu á sínum tíma. Nemendur í unglingadeild hafa aðgang að fartölvu sem skólinn útvegar. Það er til skoðunar að bæta tækjakost yngri nemenda.
Útgangspunkturinn er að síminn bætir litlu við hvað varðar nám nemenda og því óþarfur. Viðfangsefnið er símalaus skóli í samstarfi við nemendur. Um leið þurfum við að styðja við nemendur félagslega, kenna þeim tilveruna án símans og vera þeim fyrirmynd. Markmiðið er að auka samskipti nemenda án síma, stuðla að streituminna umhverfi og efla einbeitingu. Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við börnin sín á skólatíma á að gera það í gegnum skrifstofu skólans. Dagurinn í dag gekk reglulega vel hjá nemendum.
Ef síminn truflar nemanda á skólatíma verður honum boðið val um að afhenda starfsmanni símann eða fylgt til ritara þar sem nemandinn afhendir tækið til geymslu. Kjósi nemandi að hafna þessu er hringt í foreldri sem sækir tækið í skólann.
Við óskum eftir að foreldrar ræði þessa breytingu og framhaldið við nemendur enda samvinnuverkefni milli heimilis og skóla. Það er okkar trú að þetta sé heillaskref fyrir nemendur sjálfa.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |