Skólakynning

Nemendur í skólaheimsókn
Nemendur í skólaheimsókn
Nemendur í 10...
Nemendur í 10. bekk eru í kynnisferð á Akureyri, farið verður í Verkmenntaskólann og Menntaskólann. Ferðin er liður í því að kynna fyrir nemendum þá möguleika sem þeim bjóðast að loknu námi í grunnskóla.
Lögð er áhersla á að kynna fyrir þeim þrjá skóla sem eru ólíkir að uppbyggingu. Í fyrsta lagi skóla sem býður upp á list- og verkgreinar, í öðru lagi skóla þar sem nemendum er kennt í bekkjum og í þriðja lagi skóla sem byggir á áfangakerfi.
Á miðvikudaginn 18. október fara nemendur í tveimur hópum heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík þar sem þeim verður kynnt uppbygging áfangakerfis.

Athugasemdir