Skólasamkoma skólans

Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.

Nemendur fyrsta bekkjar fluttu lagið Draumar geta ræst e. Jón Jónsson við texta Braga Valdimars Skúlarsonar. Eitt sinn valinn besti textinn og lag Barnamenningarhátíðar á sínum tíma.

Nemendur í þriðja bekk dönsuðu dansa við lagaspyrpu eftir Arnþó Þórsteinsson í fimmta bekk spiluðu á marimba í upphafi samkomunnar. Stærsta atriðið á samkomunni venju samkvæmt er leikrit sjöunda bekkjar.

Nemendur settu upp útgáfu af íslenska barnasöngleiknum Abbababb í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Verkið er eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunna og er byggða á textum úr plötunni Abbababb. Í söngleiknum er 13 skemmtileg lög fyrir börn eins og Prumpulagið og Óli Hundaóli.

Nemendur hafa verið að æfa verkið undanfarnar vikur með aðstoð frá kennurum og foreldrum. Nemendur sáu sjálfir um ljós og hljóð með aðstoð frá eldri nemendum og leikstjóra auk þess að græja alla leikmuni sjálf. Mörg fóru út fyrir þægingarammann. Nemendur sýndu sérstaka sýningu fyrir nemendur Grænuvalla.

Hvert og eitt, í hvaða atriði sem er sigrar sjálfan sig með því að koma, syngja, dansa og leika. Þess vegna er mikilvægt að halda í þessa hefð. Til hamingju með samkomuna kæru nemendur.