Skólaslit

Borgarhólsskóla var slitið við hátíðlega athöfn föstudaginn 9...Útskriftanemar 2006Borgarhólsskóla var slitið við hátíðlega athöfn föstudaginn 9. júní í sal skólans.
Eins og undanfarin ár var athöfninni skipt í þrennt, kl. 10 miðstig, kl. 11, yngsta stig og kl. 14 unglingastig. Að því loknu afhentu umsjónarkennarar námsmat vorannar.
Við skólaslit miðstigs lék marimbasveit 7. bekkjar fyrir viðstadda og þær Helena Karen Árnadóttir á píanó og Elma Rún Þráinsdóttir á þverflautu. Á yngsta stigi lék Guðlaug Dóra Traustadóttir á píanó.

48 nemendur voru brautskráðir úr 10. bekk þetta vor. Að venju ávarpaði skólastjóri nemendur. Ólafía Helga Jónasdóttir spilaði á píanó og tónlistarkennararnir Jútit György og Aladár Rácz léku fjórhent á píanó. Helga Margrét Ingvarsdóttir og Ólafía Helga fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnema

Að þessu sinni völdu eftirfarandi nemendur úr 8. og 9. bekk að taka samræmd lokapróf:
Davíð Fannar Fannarsson í 9. bekk (enska og danska), Nói Björnsson í 9. bekk(norska og enska), Símon Böðvarsson 8. bekk(danska), Sígríður Rún Karlsdóttir 9. bekk (enska), Ármann Gunnlaugsson 9. bekk (stærðfræði, enska og danska), Sölvi Fannar Sigmarsson 9. bekk (enska), Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir 9. bekk (enska og norska), Fannar Emil Jónsson 9. bekk ( enska). Þessum nemendum verður boðið að stunda nám í byrjunaráföngum framhaldsskóla næsta skólaár í viðkomandi námsgreinum.

Eftirtaldir nemendur hlutu sérstök verðlaun sem sóknarnefnd Húsavíkurkirkju gaf að þessu sinni fyrir framfarir og ástundun á skólaárinu:
9. bekkur í 10. stofu – Helga Sigurjónsdóttir
9. bekkur í 9. stofu - Ásrún Ásmundsdóttir
8. bekkur í 7. stofu - Silja Árnadóttir
8. bekkur í 8. stofu - Selmdís Þráinsdóttir
10. bekkur í 6. stofu - Þóra Bryndís Másdóttir
10. bekkur í 11. stofu - Bergur Jónmundsson og Einar þór Traustason

Eins og jafnan fyrr fengu þeir nemendur sem sköruðu fram úr í hinum ýmsu námsgreinum á grunnskólaprófi verðlaun.
Eftirtaldir hlutu þau að þessu sinni:
Stærðfræði frá Bókabúð Þórarins Stefánssonar: Unnar Þór Axelsson
Danska frá sendiráði Dana: Ólafía Helga Jónasdóttir
Benediktsverðlaun í íslensku frá Minningarsjóði Benedikts Björnssonar : Veigar Pálsson
Benediktsverðlaun í ritun frá Minningarsjóði Benedikts Björnssonar: Steinunn Jónsdóttir
Náttúrufræði frá Bókabúð Þórarins Stefánssonar: Veigar Pálsson
Samfélagsfræði frá Borgarhólsskóla: Freyja Kristjánsdóttir
Enska frá Borgarhólsskóla: Veigar Pálsson
Frá Hinu ísl. bókmenntafélagi og Menntamálaráðuneyti v/ frábærs árangur í samræmdum prófum:Veigar Pálsson.

Kristjana María Kristjánsdóttir umsjónarmaður Keldunnar afhenti Sveinbirni Grímssyni, Ólafíu Helgu Jónasdóttur og Þórunni Torfadóttur viðurkenningu fyrir gott starf að félagsmálum unglinga.
Útskriftarhópnum og fjölskyldum ásamt starfsfólki skólans var boðið til veislu í skólanum eftir athöfnina.

Halldór Valdimarsson


Athugasemdir