Söfnum hlýjum nýjum fötum fyrir Sýrland

6. bekkur í 14 stofu í Borgarhólsskóla á Húsavík hefur í vikunni verið að vinna verkefni um Sýrland og reynt að setja sig í spor barnanna í landinu. Kveikjan að þessu verkefni var mynd af dreng frá Sýrlandi er birtist á mbl.is þar sem Rauði Krossinn biðlar til landsmanna um að safna hlýjum nýjum fötum. Nemendur ásamt kennara sínum Guðrún Kristinsdóttur og foreldrum ákváðu að taka þátt í þessari söfnun og um leið kynna sér landið. Stefnan var sett á að safna 14 flíkum vegna þess að nemendur eru 14 í bekknum. Í morgun afhentu krakkarnir formanni Rauða Krossins á Húsavík, Halldóri Valdimarssyni 100 flíkur, afrakstur kennara og foreldra þar á meðal mikið af vettlingum. Það er von krakkanna að þetta komi börnunum í Sýrlandi að góðum notum og færi þeim hlýju.

Athugasemdir