Þemadagar - Umhverfið okkar

Hér er sorpstrýtan. Það er jú, í mörg horn að líta
Hér er sorpstrýtan. Það er jú, í mörg horn að líta
Næstu þrjá daga eru þemadagar í skólanum. Þemað er Umhverfið okkar. Nemendum 1. – 5. bekkjar er blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. – 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fara nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.

Næstu þrjá daga eru þemadagar í skólanum. Þemað er Umhverfið okkar. Nemendum 1. – 5. bekkjar er blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. – 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fara nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.

Nemendur munu vinna með flokkun, sköpun á rusli, kanna loftgæði og finna leiðir hvernig má endurvinna ólíka hluti. Þessa daga lýkur skóla hjá öllum nemendum kl. 1330. Nemendur yngra stigs eru beðnir um að koma með stuttermaboli og glerkrukkur með sér í skólann. Nemendur eru beðnir um að klæða sig í samræmi við veður enda nokkuð um útiveru.


Athugasemdir