Þorrablót 2012

Eva og Halldór segja frá Þorrablótinu fyrir hönd 8.bekkjar.

Þorrablótsundirbúningur:
Byrjuðum á danskennslu hjá Unnari og Sollu, þau kenndu okkur að dansa gömlu dansana eins og vals, enskan vals, skottís, Óla skans, kokkinn og marsera. Þar inn á milli voru báðir bekkir að undirbúa sitt þorrablótsatriði þar sem Karin hjálpaði okkur mikið og við viljum
þakka henni innilega fyrir það ;)

Það voru skipaðar nokkrar nefndir þær voru, skemmtinefnd, skreytingarnefnd, tónlistarnefnd og móttöku- og auglýsinganefnd. Ekki má gleyma veislustjórunum sem voru Guðbjörg Helga og Egill sem stóðu sig rosa vel.

Svo þurftum við auðvitað að æfa raddböndin og þar við sögu kom Solla sem hamraði prýðilega á gítarinn og hélt stemmingunni uppi. Þegar kom að þorrablótinu hjálpaði Addi lögga sem er þó ekki lögga og stýrði söngnum.

Salurinn fór í sparibúning við þetta sérstaka tilefni og allur bekkurinn hjálpaði honum að dressa sig upp. Við viljum þakka Einari húsverði kærlega fyrir að eyða dýrmætum tíma sínum í að hjálpa okkur að láta sviðið upp.
Loksins kom þó að því eftir strangar dansæfingar og söngæfingar að við vorum loksins tilbúin að láta allt flakka á dansgólfinu.

Þegar kom að Þorrablótinu mættum við öll nema nokkrir og buðum fólkið velkomið og vísuðum því til sætis.
Veislustjórarnir (Guðbjörg og Egill) buðu fólk velkomið og sögðu aðeins frá þorranum og gömlum hefðum.
Fólkið var farið að vera svolítið órólegt yfir því að sjá allan þorramatinn ósnertan og var því allshugar fegið þegar veilsustjórarnir sögðu: gjörið þið svo vel og allir hámuðu í sig af bestu lyst.

Þegar fólk var farið að fá nægju sína og kannski búið að éta meira af þorramat en æskilegt var, upplýstu veislustjórarnir að loksins væri komið að skemmtiatriði 8. bekkjar í 18 stofu, þau sýndu stuttmynd CSI: Húsavík sem gestir fengu þó ekki að vita endinn á því handritshöfundur þeirra Ásta Lóa
Eggertsdóttir lagðist í dvala og skrifaði ekki meir en þau fengu samt að sjá magnaðar auglýsingar og stafi dagsins.

Á milli atriða mætti Solla og Addi lögga sem er þó ekki lögga heldur Addi sjóari og sungu eins og söngfuglar miklir hvert lagið á fætur öðru.

Nú var komið að öðru glæsilegu skemmtiatriði hjá 8. bekk í 10. stofu. Þau sýndu endurgerð atriði úr hinum og þessum sjónvarpsatburðum t.d
Steindi jr. (ef ég býð þér smákökur þá færðu þér fokking smákökur) og nettó auglýsingu.

Ekkert mættu söngfuglarnir Solla og Addi lögga sem er þó ekki lögga heldur Addi sjóari með gítarinn í þetta skiptið heldur kom strax að atriðinu sem allir höfðu beðið eftir sem var að sjálfsögðu fyrra skemmtiatriði foreldra þar sem þeir sungu með einum söngfugli (því ekkert sást í stélið á Sollu) því spilaði Steffi tannlæknir á gítar af mikilli áfergju.

Og svo var auðvitað sungið (aftur) með söngfuglunum Sollu og Adda löggu sem var þó ekki lögga heldur Addi Sjóari, sem höfðu greinilega ekki
fengið nóg af því að syngja (kannski það vanti meiri neista í SOS?)

Seinni atriði foreldra kom heldur á óvart þegar þeir sýndu gömul fermingarföt og ætluðust til að við myndum fermast í þeim svo sem rauða
samfestinga, þröngar buxur , stór slaufa og jakki sem var kominn á besta aldur (líkt og foreldrar okkar).

Síðan var skellt í gömlu dansana en þar dönsuðum við kokkinn og reyndum að vera til fyrirmyndar eftir alla þessa danstíma.

Það var komið að tímanum þar sem flestir foreldrar yfirgáfu svæðið áður en þeir myndu hljóta alvarlegan heyrnarskaða en þó sýndu samt
nokkrir foreldrar gamla takta (nefnum engin nöfn en það var mikið hoppað).

En þó voru tveir kennarar á ferð í góðum fíling og í þessu tilfelli ætlum við að nefna nöfn þetta voru að sjálfsögðu okkar kæra Unnur Sig.
og hin meistaralega Jóna. Unnur og Jóna létu það ekkert trufla sig þó þetta væri þungrokk og fleira þær einfaldlega geystust með dansgólfinu eins og þær hefðu ekki gert neitt annað yfir ævina sem er þó bara rétt að byrja. Svona var dansað og trallað fram eftir kvöldi og var tekið eitt rólegra lag svona í endan þar til leiðir skildust og allir héldu heim á leið.

Eva og Halldór fyrir hönd 8.bekkjar.

Fleiri myndir i myndaalbúmi.

 


Athugasemdir