- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í kvöld fór fram Túnsláttur, söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Túns, í Salnum í Borgarhólsskóla. Sex atriði háðu keppni en vinningsatriðið verður framlag Túns í Samfestingnum, söngkeppni félagsmiðstöða sem fer fram í maí í Laugardalshöll. Keppendur léku á gítar í eigin atriði, flutt var frumsamið lag og mögulega er nýtt strákaband að verða til en hópur drengja flutti lagið Eins og þú sem er framlag Ágústar Þórs í Eurovision næstkomandi laugardagskvöld.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Hólmfríður Bjartey Hjaltalín með lagið If I Ain't Got You með Alicia Keys og óskum við henni til hamingju. Við erum stolt af nemendum okkar, að koma fram, stíga á svið og syngja fyrir framan hóp af áhorfendum. Vel gert, krakkar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |