Umferðaröryggi á skólalóðinni

Okkur sem skólasamfélagi er umhugað um velferð og öryggi nemenda okkar, en því miður hefur umferð á skólalóðinni verið okkur áhyggjuefni. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, samtöl, fundi og fyrri takmarkanir hefur umferð á lóðinni verið óviðunandi. Þó vissulega við gerum okkur öll ljóst að aldrei verði komist hjá allri umferð. Við höfum nú náð þeim punkti að frekari aðgerða er þörf og því hefur verið tekin ákvörðun um að herða reglur um aðgengi að skólalóðinni enn frekar.

Héðan í frá verður umferð mötuneytisbíls og vöruflutninga einungis heimiluð á eftirfarandi tímum, sjá mynd:

  • kl. 07.00-07.45 opið fyrir umferð mötuneytisbíls að inngöngu 1 og 2
  • kl. 08.30-09.30 opið fyrir vöruflutninga við inngang 1
  • kl. 10.15-10.45 opið fyrir mötuneytisbíll við inngang 2
  • kl. 12.30-13.00 opið fyrir mötuneytisbíll við inngang 2
  • kl. 13.30-16.00 opið fyrir umferð vöruflutninga/mötuneytisbíls að inngangi 1

Að öðru leyti er öll umferð bönnuð nema algera nauðsyn beri til og skal þá hafa samband við skóla og óska leyfis svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir en þennan möguleika viljum við helst aldrei nýta nema um sjúkrabíl eða slökkvilið sé að ræða. Þá var óskað eftir að einhvers konar bráðabirgða merking og afmörkun yrði sett fyrir vörumóttökuna s.s lágar girðingar sem sést í gegnum, stólpar, ljós eða annað.

Við biðjum öll að virða þessar reglur og nýta sér skilgreind bið- og afleggjarasvæði fyrir nemendur utan skólalóðarinnar. Með þessu tryggjum við öruggara umhverfi fyrir börnin okkar og forðumst slysahættu sem getur skapast af óþarfa umferð á lóðinni.

Við viljum einnig þakka foreldrum kærlega fyrir sína aðkomu að því að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Þeirra stuðningur og þátttaka í þessu mikilvæga verkefni er ómetanleg og hjálpar okkur að skapa betra og öruggara skólaumhverfi.

Virðingarfyllst,

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir

Skólastjóri