Umferðin og formin

Umferðarfræðsla er mikilvæg af mörgum ástæðum, þar sem hún getur haft veruleg áhrif á öryggi allra sem ferðast í umferðinni. Stærðfræði getur hjálpað okkur að lýsa, mæla og skilja form og eiginleika þeirra. Form eru grundvallaratriði í stærðfræði, bæði þegar kemur að rúmfræði og öðrum sviðum og stærðfræðin býður upp á verkfæri til að skilja hvernig þessi form virka, hvernig þau tengjast hvert öðru og hvernig við getum reiknað eiginleika þeirra.

Nemendur í öðrum og þriðja bekk vinna með form, lesa bókina Stuð á stærðfræðisýningu og læra um umhverfið og umferðina. Unnið er með bókina Halló heimur. Umferðarmerki hafa öll eitthvert form sem má finna víða. Nemendur hönnuðu eigin umferðargötu, umferðamerki og farartæki þar sem hverskonar form voru nýtt á frumlegan og skemmtilegan hátt. Lögreglan heimsótti nemendur og fræddi um umferðarreglur og öryggi í umferðinni.