Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni

Sigurverararnir
Sigurverararnir
Í ár tóku um 4...
Í ár tóku um 4.500 nemendur í 7. bekk, víðsvegar af landinu, þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Hún hefur farið fram hér á landi í 11 ár og síðustu sjö árin í Þingeyjarsýslum. Þann 27. mars fóru fram úrslit í Safnahúsinu á Húsavík.
Keppendur komu frá fjórum skólum.
Úr  Borgarhólsskóla voru, Heiðdís Hafþórsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Salómon Gunnar Erlendsson og Sindri Ingólfsson. Frá Hafralækjarskóla, Guðmundur Helgi Bjarnason og Hafrún Gunnarsdóttir. Frá Litlulaugaskóla, Hermína Fjóla Ingólfsdóttir og frá Reykahlíðarskóla, Hulda María Þorláksdóttir og Nanna Kristjánsdóttir.
Dagskráin var í stórum dráttum þannig að Erla Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs flutti ávarp. Tónlistaratriði voru frá Tónlistarskóla Húsavíkur, Tónlistarskóla Mývatnssveitar, Tónlistarskóla Hafralækjarskóla og Tónlistarskóla Litlulaugaskóla. Keppendur lásu ólíka texta og kom hver þeirra þrisvar fram. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna
 
Úrslitin voru þannig að í fyrsta sæti var Nanna Kristjánsdóttir frá Reykjahlíðarskóla í öðru sæti Sindri Ingólfsson Borgarhólsskóla og í þriðja sæti Hulda María Þorláksdóttir frá Reykjahlíðarskóla.
 

Athugasemdir