- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, áður Menntamálastofnun, vinnur að þróunarverkefni við gerð skimunartækis til að auka farsæld barna að skoskri fyrirmynd. Það er með vísan í samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Stofnunin vill að skólasamfélagið á Íslandi hafi aðkomu að gerð slíks tækis sem kallast velferðarvísir eða farsældarhringurinn. Um er að ræða þróun á útskýringum og spurningum út frá átta mismunandi vísum eða gildum; virðing, inngilding, umhyggja tengsl, virkni, heilbrigði, árangur og öryggi. Þannig verði tækið þróað og unnið með sjónarmiðum foreldra/forsjáraðila í huga og ekki síst nemenda sjálfra.
Borgarhólsskóli lýsti áhuga sínum að taka þátt í þessar vinnu og við höfum hafið þá vegferð með stofnunni. Í því felst kynning á verkefninu fyrir foreldrum, nemendum og starfsfólki. Síðar verður óskað eftir áhugasömum einstaklingum úr skólasamfélaginu öllu varðandi þátttöku í verkefninu sem verður í formi kannana, viðtala og fleira.
Við hlökkum til samstarfsins enda áhugavert tækifæri til að hafa áhrif á gerð velferðarvísa fyrir börn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |