Verkstæðisdagur

Síðasta vika í Borgarhólsskóla endaði á okkar árlega verkstæðisdegi.

Síðasta vika í Borgarhólsskóla endaði á okkar árlega verkstæðisdegi. Það var snjókoma og fimbulkuldi úti en bæjarbúar létu það ekki á sig fá og fjölmenntu í skólann vopnaðir skærum og pokum. Meðal annarra heiðruðu Halldór, Jónína og Malla okkur með nærveru sinni og föndruðu af hjartans list. Í stofunum var ýmislegt á boðstólum, m.a. var hægt að búa til jólakort, ballerínur og gullfallegar stjörnur sem gerðu mikla lukku hjá flestum. Á Stjörnu og Mána mátti hlýða á tónlistarflutning nemenda úr tónlistarskólanum og í salnum ráku nemendur 10. bekkjar kaffihús.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og samveruna á verkstæðisdaginn.


Athugasemdir