Vinna gegn einelti

Þriðjudagurinn 15...

Þriðjudagurinn 15. febrúar er tileinkaður vinnu gegn einelti - eineltisdagur í Borgarhólsskóla.  Að þessu sinni ætlum við að hafa fyrirkomulagið með þeim hætti að nemendur hittast á sal í umræðu og söng. Klukkan 11 ætlum við öll að mynda hring utan um skólann okkar / faðma hann til votts um væntumþykju. Þetta er fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að vekja athygli á einelti og neikvæðum afleiðingum þess. Þennan dag má búast við að umræðan innan bekkja verði mikið um einelti, hvað það er og hvernig við bregðumst við. Nemendur fá afhenta bæklinga um einelti sem eru sérstaklega ætlaðir foreldrum og forráðamönnum. Vonumst við til að allir líti í þá og ræði þessi mál heima líka.


Athugasemdir