Vorstarf 4. bekkjar

Föstudaginn 29...
Föstudaginn 29. maí bauð 4. bekkur foreldrum að koma og líta á afrakstur verkefnis sem við kölluðum ,,Skordýr og náttúran“ sem við erum búin að vera að vinna að í maí-mánuði. Verkefnið hefur verið margþætt og höfum við m.a. sett upp skordýragildrur, skoðað skordýr í víðsjá og greint þau, auk þess sem við sem við settum niður fræ og fylgdumst með því koma upp.  Þetta er búinn að vera mjög lærdómsríkur og skemmtilegur mánuður þar sem markvissri útikennslu okkar lauk þennan veturinn.
Kveðja, Eirin og Berglind.

Athugasemdir