Á faraldsfæti

Við   stefnum með   9...
Við   stefnum með   9. og 6. bekk  í skólabúðir  vikuna 11. -15. febrúar.
6. bekkur fer  í Kiðagil í Bárðardal 11. og 12. febrúar með umsjónarkennurum sínum, þeim Magnúsi og Pálma. Viðamikil dagskrá verður  fyrir nemendur í Bárðardal, má nefna stuttmyndagerð, staðbundinn ratleik, heimsókn á sveitabæ, kvöldvöku o.m.fl.. Hægt verður að fylgjast með hópnum á heimasíðu 6.bekkja.
Nemendur 9. bekkja verða í skólabúðum að Laugum í Dalasýslu vikuna 11. -15. febrúar. Fararstjórar verða Halla Rún umsjónarkennari, Halldór skólastjóri og Dómhildur húsvörður. Þetta er í þriðja skiptið sem nemendur 9. bekkjar Borgarhólsskóla fara að Laugum. Nemendur frá Hofsósi , Snæfellsbæ og Korpuskóla dvelja með okkur. Meðan á dvölinni stendur fá nemendur mjög fjölbreytt nám og skemmtun af ýmsu tagi. Má nefna félagsmálakennslu, námskeið sem nefnist ,,flott án fíknar“, heimsóknir á tvo sveitabæi í Dölum, farið í landnámsskálann á Eiríksstöðum, setið við langeld og hlustað á sagnamann segja sögu Eiríks, gengið á Tungustapa, fjallað stuttlega um sagnaslóðir Laxdælu  og viðamiklar kvöldvökur  svo fátt eitt sé upp talið. Hægt verður að lesa dagbækur ,,blaðamanna“ hópsins á heimasíðu skólans meðan á dvölinni stendur.
Mikilvægt markmið með skólabúðaferð er líka  að efla nemendur félagslega og auka hamingju þeirra.
HV

Athugasemdir