- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Unglingadeild björgunnarsveitarinnar Garðars heitir Náttfari og er mjög virk, hún er starftækt fyrir unglinga og aðeins dugnaðarforkar geta tekist á við verkefni sem við í unglingadeildinni tökum okkur fyrir hendur.
Veturinn hefur byrjað af krafti, við höfum lært á ýmisskonar tækjabúnað svo sem áttavita, gps tæki og lært nokkra hnúta. Okkur gafst einnig tækifæri til að fara með unglingadeildinni á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði upp á Reykjaheiði þar sem við skemmtum okkur konunglega. Þar fórum við í hellaskoðun, sig, klifur og ýmsa samskiptaleiki auk þess að koma við í Þeistareykjaskála og borða nesti. Við enduðum svo daginn á að fara í sund í Heiðarbæ og á pítsuhlaðborð á Sölku.
Núna á næstunni ætlum við að kynna okkur lögreglu, slökkvilið og sjúkrabíla sem eru helstu samstarfsaðilar björgunarsveitarinnar.
Hvetjum við alla til að kynna sér starfssemi björgunarsveitarinnar nánar.
10. bekkingar í Náttfara.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |