- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Borgarhólsskóli er nú formlega þátttakandi í verkefni sem ber heitið Heilsueflandi grunnskóli. Verkefnið er undir stjórn Lýðheilsustöðvar í samvinnu við fleiri aðila. Eitt helsta markmið heilsueflandi skóla er betri námsárangur með því að bæta heilsu nemenda og starfsfólks.
Í heilsueflandi skóla fer fram skólastarf í anda heilsueflingar þar sem markvisst er unnið að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Lögð er sérstök áhersla á að vinna með átta lykilþætti skólastarfsins, þ.e. nemendur, mataræði og tannheilsu, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfingu og öryggi, lífsstíl og starfsfólk.
Ekki er ráðist í alla lykilþættina í einu heldur eru valdir þeir þættir sem við teljum brýnasta hverju sinni og mun Borgarhólsskóli byrja á mataræðinu.
Skipaður hefur verið stýrihópur við Borgarhólsskóla sem verður tengiliður skólans við Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. Þessi hópur mótar síðan heildræna stefnu skólans.
Í stýrihópnum fyrir skólaárið 2011-2012 sitja:
Brynhildur Gísladóttir, skólahjúkrunarfræðingur
Anný Jakobsdóttir, fulltrúi foreldra
Sigrún Þórólfsdóttir, kennari
Aðalheiður Tryggvadóttir, skólaliði
Hrefna Jónsdóttir,nemandi
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, skólastjóri
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Lýðheilsustöðvar: http://www.lydheilsustod.is/heilsueflandiskoli
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |