Jólahátíð Borgarhólsskóla

Litlu jólin í skólanum voru haldin 20...
Litlu jólin í skólanum voru haldin 20. desember. Nemendur mættu prúðbúnir í kennslustofur sínar og voru þar með umsjónarkennurum í u.þ.b. 60 mínútur. Þar var hlustað á jólasögur, spilað, sungið ofl. Nemendur fóru svo ásamt kennurum á sal skólans. Fyrst fór miðstig, síðan unglingastig og að lokum yngsta stig. Í salnum var búið að koma fyrir jólatré sem prýtt var jólaljósum og öðru skrauti.

Nemendur í 1. bekk voru með helgileik um það sem gerðist á fyrstu jólunum. Nokkrir nemendur í 2 bekk spiluðu á blokkflautur og sungu. Þrír jólasveinar úr Dimmuborgum í Mývatnssveit komu i heimsókn, þessir gömlu og góðu. Þeir skemmtu og dönsuðu í kringum jólatréð með nemendum og starfsfólki skólans. Nokkrar stúlkur úr skólanum voru forsöngvarar í söngnum. Stórhljómsveit lék undir dansi og var hún skipuð nemendum og starfsfólki Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur og síðast en ekki síst Sigurði Hallmarssyni. Að þessu loknu fóru allir glaðir og ánægðir í jólafrí. Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 4. janúar.

Skoða myndir


Athugasemdir