Jólin í nánd - þemavika

Nú eru jólin í nánd og tilhlökkunin er mikil. Við ætlum að virkja áhuga og tilhlökkun nemenda með því að skipuleggja sameiginleg jólaverkefni sem gefa okkur tækifæri til þess að leyfa vinabekkjunum að vinna saman.

Þessi þemavinna hefst mánudaginn 17.desember og verða allar kennslustundir fram að jólaleyfi notaðar í þessa vinnu. Henni er skipt í fimm hluta þar sem tveir bekkir af ólíkum stigum vinna saman að ákveðnum verkefnum.

Verkefnin sem við vinnum með:

1 og 6.bekkur: Aðventukransinn og kertin

2.og 7.bekkur: Jólabakstur og jólabakstursskraut

3. og 8.bekkur: Ýmsar jólahefðir (jólakort, laufabrauð og áramótin)

4. og 9.bekkur: Íslensku jólasveinarnir og jólakötturinn

5. og 10.bekkur: Jólatréð og jólastrésskraut

Þessa dagana lýkur skóla kl 12:20 hjá öllum bekkjum. Skólinn býður upp á gæslu fyrir 1.-4. bekk til 13.20 fyrir þá sem þurfa á því að halda.Vinsamlegast látið umsjónarkennara vita, þeir sem ætla að nýta sér þetta. Þau börn sem eru í Túni fara þangað kl. 13.20 eins og venjulega.

Það sem nemendur þurfa að hafa með sér í skólann þessa daga:

* Pennaveski * Tréliti og tússliti * Skæri * Lím * Nesti eins og vanalega

Allir mega koma með jólanesti á fimmtudeginum. Það geta verið smákökur eða annað jólalegt. Gos og sælgæti er þó ekki leyfilegt.

Á fimmtudeginum endum við daginn með því að halda Litlu jólin hátíðleg. Tímasetningar Litlu jóla eru;

1.-4.bekkur 12.20-14.00.

5.-7.bekkur 13.15-14.50.

8.-10.bekkur 14.00 – 15.45.

Mötuneytið verður opið fram á síðasta dag!!!

Með jólakveðju,

Starfsfólk Borgarhólsskóla


Athugasemdir