Lestrarvinir skólans

Björg Jónsdóttir, lestraramma hlýðir á.
Björg Jónsdóttir, lestraramma hlýðir á.
Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Það hefur fjölgað í þeim góða hópi og nú koma lestrarafar einnig í heimsókn. Því er talað um lestrarvini skólans.

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Það hefur fjölgað í þeim góða hópi og nú koma lestrarafar einnig í heimsókn. Því er talað um lestrarvini skólans.

„Þetta er sjálfboðaliðastarf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir“, segir Þórgunnur skólastjóri og bætir við að þetta sé aukin þjónusta við nemendur. Þetta eru sem áður þær Helga Þórarinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Rannveig Benediktsdóttir. Þau hafa nú bæst í hópinn, Hafliði Jósteinsson, Kristjana Stefánsdóttir og Sigurlína Jónsdóttir.

Hópurinn kemur tvisvar í viku og hlustar og les fyrir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk. Skólinn er ákaflega þakklátur þessum hópi fyrir að gefa tíma sinn í þágu barnanna.

Hafliði og Helga hlusta og spjalla við nemendur

Sigurlína fer yfir heimalesturinn


Athugasemdir