Samvinna & leikur hjá unglingum

Ruslatunnukörfubolti er skemmtilegur.
Ruslatunnukörfubolti er skemmtilegur.

Það er mikilvægt í upphafi skólaárs að virkja nemendur og æfa samvinnu með leik. Nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk nýttu fyrstu dagana í útiveru þar sem lögð var áhersla á samvinnu og leik.

Nemendum var skipt upp í hópa og fóru þeir á milli stöðva. Á hverri stöð var unnið með ólík markmið; hreyfingu og hugarorku. Reglulega ánægjuleg samvera og verkefni hjá unglingunum okkar sem voru til fyrirmyndar og mikil gleði meðal nemenda.


Athugasemdir