Þorrablót 8. bekkjar

Leikfimistími
Leikfimistími
Föstudagskvöldið 9...
Föstudagskvöldið 9. febrúar var þorrablót 8. bekkjar haldið að venju. Það er hefð hér í skóla að 8. bekkur sé með þorrablót. Til blótsins bjóða nemendur foreldrum sínum eða öðrum skyldmennum og þeim starfsmönnum skólans sem koma að bekknum. Allir voru með þjóðlegar og vel lyktandi kræsingar í trogum sínum.

Halldór skólastjóri hefur undanfarnar vikur þjálfað nemendur í þjóðlegum söng og dansi. Nemendur komu því allir vel syngjandi og dansandi til blótsins. Meðan á borðhaldi stóð sýndu nemendur og foreldrar skemmtiatriði. Atriði foreldranna vekur ávallt mikla lukku. Að þessu sinni rifjuðu nokkrir pabbar upp gamlan leikfimitíma í skólanum. Að borðhaldi loknu tók við dans sem dunaði fram á rauða nótt. Skemmtu gestir sér konunglega eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Skoða myndir


Athugasemdir