Til nemenda 8. bekkjar og foreldra þeirra

Þriðjudaginn 2...
Þriðjudaginn 2. október efnir skólinn til gönguferðar yfir Tunguheiði. Við höfum það á dagskrá okkar að nemendur 8. bekkjar gangi þessa leið á hverju hausti. 
 
Tunguheiði er fjallvegur sem mikið var farinn áður fyrr og er  milli Tjörness og Kelduhverfis. Gengið er frá Syðritungu á Tjörnesi og komið niður í Fjöll í Kelduhverfi.
 
Göngufólk þarf að vera í skjólgóðum göngufötum og í góðum skóm. Gott er að hafa göngustafi, léttan bakboka og mikið og hollt  nesti til dagsins. Við gerum ráð fyrir því að vera a.m.k. 5 -6  klukkutíma á göngu á misjöfnu landi.
Þetta er falleg leið,  við höfum það sem markmið að njóta samverunnar á fjöllum, fræðast og  tengjast landinu. Farið verður mjög rólega enda heiðin sennilega dálítið blaut og seinfarin á köflum.
 
Ef nemendur af einhverjum ástæðum treysta sér ekki í ferðina þurfa þeir að ræða það við umsjónarkennara sinn og þá verður þeim séð fyrir verkefnum undir stjórn kennara í skólanum. Umsjónarkennarar skrá í ferðina mánudaginn 1. október.
 
Til að spara ferðakostnað óskum við eftir því að forráðamenn aki nemendum út í Syðritungu kl. 8:15 á þriðjudagsmorgun en rúta sækir okkur í Fjöll. Þeir sem ekki hafa tök á því að aka börnum sínum, eða koma þeim með öðrum, hafi samband við umsjónarkennar.
 
Foreldrar, afar og ömmur eru velkomin með, ef pláss er í rútunni, og þurfa að tilkynna þátttöku til umsjónarkennara, Sigrúnar(sigrun@borgarholsskoli.is) og Ödu (ada@borgarholsskoli.is), á mánudag.
 
Mætum út í Syðritungu vel útbúin kl. 8:15  á þriðjudagsmorguninn.
 
Þeir sem ganga Tunguheiði fá viðurkenningarskjal í skólanum síðar.
 
Skólastjóri

Athugasemdir