- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Við, starfsmenn í Borgarhólsskóla, reynum oft að gera eitthvað skemmtilegt saman til þess að halda þeim góða anda sem ríkir í starfsmannhópnum. Við viljum deila með ykkur smá leik sem er í gangi hjá okkur.
Á mánudögum kemur upp vísnagáta á kaffistofunni og starfsmenn hafa svo vikuna til þess að finna orðið sem spurt er um. Þetta skapar skemmtilegar umræður á kaffistofunni. Svarið fáum við svo á föstudögum.
Við ætlum að setja vísurnar inn á heimasíðuna okkar á mánudögum svo þið getið verið með. Svarið fáið þið svo á mánudeginum á eftir, þegar ný vísa kemur inn.
Það er alltaf verið að spyrja um EITT orð. Lausnarorð hverrar gátu er að jafnaði fólgið í hverri hendingu vísunnar, en í mismundandi merkingu.
Hér kemur svo fyrsta vísnagáta:
Sjómenn mega varast mest.
Margur sungið hefur.
Kemur, þegar sólin sest.
Sjá um gluggann gefur.
Góða skemmtun!
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |