Fréttir

Jól í skókassa - samhugur í verki

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Það er aldrei í boði að gera ekki neitt

Nú rennur senn upp alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti 8. nóvember. Borgarhólasskóli tekur þátt í þeim degi í ár líkt önnur fyrri ár. Í Borgarhólsskóla leggjum við okkur fram, sem þar vinnum, að hafa alla daga gegn einelti og með vináttu í gegnum uppeldisstefnu okkar Jákvæður agi og vikulegum bekkjarfundum. Það er því ákaflega sárt til þess að hugsa að mögulega sé fólk tilbúið að trúa því að allir starfsmenn grunnskóla stingi höfði sandinn í þeim eineltismálum sem upp koma, sama hver skólinn er.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna trúnaðarupplýsinga

Laust fyrir hádegið í dag komst upp um alvarlega villu í aðgangsstýringu tölvukerfis Borgarhólsskóla. Trúnaðarupplýsingar sem geymdar eru á lokuðum drifum urðu aðgengilegar nemendum í gærmorgun, vegna mistaka tölvuþjónustufyrirækis við yfirfærslu gagna í svokallað „ský“.
Lesa meira

Ný stjórn foreldrafélags skólans

Stjórn foreldrafélags skólans hefur verið óvirk um nokkurra ára skeið. Ný stjórn hefur verið skipuð sem er reglulega ánægjulegt. Nýja stjórn skipa þau Eysteinn Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Hreiðar Másson, Huld Hafliðadóttir, Katrín Laufdal, Katrín Ragnarsdóttir og Rakel Dögg Hafliðadóttir. Skólinn hlakkar til samstarfsins og vonar að starf félagsins verði árangursríkt.
Lesa meira

Endurbætur á heimasíðu

Vegna endurbóta á heimasíðu skólans verður hún hugsanlega óaðgengileg næstu daga. Framundan er vetrarfrí og vonumst við til að allir njóti þess í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira

Forsetahjónin sungu með nemendum

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Reid heimsóttu skólann í gær en þau eru í opinberri heimsókn í Norðurþingi. Þau tóku þátt í söngsal með nemendum sem tóku ákaflega vel undir og sungu af hjartans list. Forsetahjónin fengu gjöf frá nemendum fyrsta bekkjar sem þeir afhentu hjónunum á söngsal.
Lesa meira

Skólaheimsókn í FSH

Mikilvægt að bæði unglingar og foreldrar velti framhaldsnámi fyrir sér. En í vikunni bauðst nemendum tíunda bekkjar að heimsækja Framhaldsskólann á Húsavík. Nemendum var skipt í hópa og kíktu í kennslustundir.
Lesa meira

Unnið með samsett orð

Nemendur í öðrum og þriðja bekk eru að vinna með samsett orð og há- og lágstafi. Vinnan er unnin í anda byrjendalæsis. Sömuleiðis er unnið með sam- og sérnöfn. Bókin Eggið eftir Áslaugu Jónsdóttur er höfð sem grunnur að vinnunni. Nemendur lesa söguna og lesið er fyrir þá. Þeir reyna að endursegja söguna í para- og hópvinnu.
Lesa meira

Umhverfið okkar

Umhverfið okkar í sinni víðustu mynd var yfirskrift þemadaga fyrir skömmu. Nemendum 1. – 5. bekkjar var blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. – 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fóru nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.
Lesa meira

Vinirnir Oddur og Siggi

Nemendur í 5. – 7. bekk fóru á leiksýningu í vikunni. Það var leiksýningin Oddur og Siggi. Þeir hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð. Oddur og Siggi er skemmtileg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.
Lesa meira