02.03.2018
Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þrettán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira
02.03.2018
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira
23.02.2018
Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar fór fram í annað sinn í dag í Háskólanum á Akureyri. Nemendur tíunda bekkjar skólans fóru saman í rútu í morgun til að taka þátt í messunni. Markmiðið er að grunnskólanemar kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi á Akureyri og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.
Lesa meira
21.02.2018
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá lísti Ríkislögreglustjóri síðastliðinn mánudag í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurland. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu virkjast ákvæði sem snýr að Borgarhólsskóla.
Lesa meira
16.02.2018
Foreldrar nemenda fyrsta bekkjar eru með lokaðan hóp á samfélagsmiðlum. Umsjónakennarar eru sömuleiðis í hópnum. Þar fara fram samskipti vegna ýmissa mála. Fyrir öskudag settu foreldrar inn hugleiðingar vegna dagsins vegna skiplags, ráðstafanir með bæjarferð o.fl. Þar kom fram mikilvægi þess að skilja engan útundan.
Lesa meira
15.02.2018
Fyrir nokkru sendu nokkrir nemendur í öðrum og þriðja bekk bréf til bæjaryfirvalda vegna þess að snjóskaflinn sem þeir leika sér í væri reglulega tekinn. Einn daginn komu nemendur súrir inn úr frímínútum eftir að hafa horft upp á mennina frá bænum á gröfum taka leiktækið þeirra. Þeir settust niður á lausnafundi í anda Jákvæðs aga og úr varð umrætt bréf sem má sjá á facebooksíðu skólans.
Lesa meira
15.02.2018
Hagir ungs fólks á Íslandi hafa reglulega verið rannsakaðir með markvissum hætti síðan árið 1992. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining (R&G) sem stendur fyrir verkefninu sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og erlendis. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu rannsóknarferli.
Lesa meira
14.02.2018
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 14. febrúar.
Lesa meira
13.02.2018
Á hverju skólaári mæta foreldrar ásamt börnum sínum í foreldraviðtal. Hugmyndin að baki foreldraviðtölum er sú að foreldrar og kennari eru teymi sem vinnur að velferð barnsins. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru ómumdeild og foreldraviðtöl og hvers konar samráðsfundir eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna.
Lesa meira
09.02.2018
Þorrablót áttunda bekkjar var haldið með pompi og prakt í gærkveldi, fimmtudagskvöld. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings.
Lesa meira